Innlent

Bændur hafa áhyggjur af þurrkum

Bændur eru farnir að hafa áhyggjur af fé, sem komið er á afrétt, þar sem vitað er að sum vatnsból, sem féð gengur í, eru að þorna upp eða eru hreinlega þornuð, vegna langvarandi þurrka.

Vatnsból eru líka orðin tæp sumstaðar í byggð þar sem hross ganga í haga og kýr eru á beit, en ekki er þó enn farið að tala um neyðarástand, að sögn heimildarmanns. Þá er laxveiði sára treg víðast hvar á landinu vegna vatnsleysis í ánnum og úrkoma er ekki á næst leiti, samkvæmt veðurspám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×