Erlent

Maður og kona handtekin á Spáni í tengslum við hvarf Madeleine

MYND/AP
Spænska lögreglan handtók í morgun ítalskan mann og portúgalska konu sem grunur leikur á að tengist á ráninu á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal í byrjun maí.

Ekki er vitað hvort parið er grunað um að hafa rænt stúlkunni eða hvort það var handtekið fyrir tilraun til að kúga fé út úr foreldrum hennar. Konan og maðurinn voru handtekin á grundvelli handtökuskipunar frá frönsku lögreglunni vegna rannsóknar á barnaklámhring. Portúgölskum yfirvöldum var boðið að taka þátt í aðgerðum vegna mögulegra tengsla við hvarfið á Madeleine.

Á vefsíðu spænska dagblaðsins el Pais í dag kemur fram að fólkið hafi verið handtekið í borginni Algeciras sem er á Suður-Spáni, nálægt Gibraltar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×