Lýsir eftir bjargvætti sínum 28. júní 2007 19:09 Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag. Valgerður var á leið heim til Þorlákshafnar þennan laugardag þegar allt varð svart. Í tvær vikur. Hún frétti síðar að á Þrengslaveginum hefði stór pallbíll, sem kom úr gagnstæðri átt, runnið í hálkunni og lent beint framan á litla toyota yarisbílnum sem Valgerður hafði átt í þrjár vikur. Hún á líf sitt að þakka ókunnugum manni sem kom að slysinu.Valgerður brotnaði illa. Annar ökklinn, bæði hnén, annað læri, önnur mjöðm, úlnliður, olnbogi og nánast öll rifbein. Til að hjálpa beinunum að gróa er hún full af plötum og skrúfum. Nýbúið er að taka nagla sem voru í úlnliðnum. Þeir voru farnir að skaga út og meiða hana.Hún var varla vöknuð, segir mamma hennar, þegar hún hringdi í Toyota og pantaði nýjan bíl - enda fór Yarisinn vægast sagt illa í árekstrinum. Í þetta sinn hyggst Valgerður fjárfesta í bíl með bita sem varnar því að vélin lendi á ökumanni við árekstur, með stýri sem brotnar niður á við og fullt af loftpúðum.Valgerður komst á Grensás eftir tveggja mánaða spítalavist. Fyrsta takmarkið - að-halda út klukkustund upprétt í hjólastól. Núna, eftir fimm vikur á Grensás er hún farin að geta býsna mikið.Tveimur vikum fyrir slysið hafði Valgerður útskrifast frá snyrtiakademíunni í Kópavogi og átti að hefja störf tveimur dögum eftir slysið á snyrtistofunni Gyðjunni. En það verður bið á því að þessi 21 árs stúlka geti byrjað að vinna. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag. Valgerður var á leið heim til Þorlákshafnar þennan laugardag þegar allt varð svart. Í tvær vikur. Hún frétti síðar að á Þrengslaveginum hefði stór pallbíll, sem kom úr gagnstæðri átt, runnið í hálkunni og lent beint framan á litla toyota yarisbílnum sem Valgerður hafði átt í þrjár vikur. Hún á líf sitt að þakka ókunnugum manni sem kom að slysinu.Valgerður brotnaði illa. Annar ökklinn, bæði hnén, annað læri, önnur mjöðm, úlnliður, olnbogi og nánast öll rifbein. Til að hjálpa beinunum að gróa er hún full af plötum og skrúfum. Nýbúið er að taka nagla sem voru í úlnliðnum. Þeir voru farnir að skaga út og meiða hana.Hún var varla vöknuð, segir mamma hennar, þegar hún hringdi í Toyota og pantaði nýjan bíl - enda fór Yarisinn vægast sagt illa í árekstrinum. Í þetta sinn hyggst Valgerður fjárfesta í bíl með bita sem varnar því að vélin lendi á ökumanni við árekstur, með stýri sem brotnar niður á við og fullt af loftpúðum.Valgerður komst á Grensás eftir tveggja mánaða spítalavist. Fyrsta takmarkið - að-halda út klukkustund upprétt í hjólastól. Núna, eftir fimm vikur á Grensás er hún farin að geta býsna mikið.Tveimur vikum fyrir slysið hafði Valgerður útskrifast frá snyrtiakademíunni í Kópavogi og átti að hefja störf tveimur dögum eftir slysið á snyrtistofunni Gyðjunni. En það verður bið á því að þessi 21 árs stúlka geti byrjað að vinna.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira