Viðskipti innlent

Íslendingar sigursælir í virtri gervigreindarkeppni

Hilmar Finnsson, annar höfundanna, sýnir forritið
Hilmar Finnsson, annar höfundanna, sýnir forritið

Íslenskur hugbúnaður frá Háskólanum í Reykjavík lenti í efsta sæti í undankeppni virtrar gervigreindarkeppni í Stanford háskóla í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. 40 forrit frá ýmsum rannsóknarháskólum víðsvegar að úr heiminum voru send í keppninni. Þetta er í fyrsta skipti sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt.

Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild HR og Hilmar Finnsson, meistaranemandi í tölvunarfræðum, eru höfundar hugbúnaðarins. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að bæta hugbúnaðinn enn frekar fyrir úrslitakeppnina í Vancouver í Kanada síðar í mánuðinum. Þá fer fram ein virtasta og stærsta ráðstefna á sviði gervigreindar í heiminum.

Íslenski hugbúnaðurinn er leikjahugbúnaður og er hannaður til að geta spilað nánasta hvaða borðleik sem er. Hægt er að kenna honum reglurnar fyrir leik, jafnvel leik sem hann hefur aldrei séð áður, og í framhaldinu lærir hann af sjálfsdáðum hvað þarf til að spila viðkomandi leik vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×