Viðskipti innlent

Íslendingar og Indverjar í samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna

Frá undirritun samkomulagsins milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands.
Frá undirritun samkomulagsins milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands. MYND/Stjr

Íslensk og indversk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði jarðskjálftamælinga. Von er á tveimur indverskum vísindamönnum hingað til lands til að kynna sér tækni á Íslandi á sviði jarðskjálftamælinga. Fyrsti áfangi samkomulagsins var undirritaður í dag milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands sem mun sjá um framkvæmd samstarfsins.

Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fara síðan tveir íslenskir vísindamenn til Indlands til að leggja grunninn að samstarfinu.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni er á Indlandi og telja bæði íslensk og indversk stjórnvöld að samstarf um jarðskjálftaspár geti nýst báðum ríkjum í vísindalegu og hagnýtu tilliti.

Veðurstofa Íslands mun annast samstarfið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en einnig koma Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri að verkefninu.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×