Hamilton bjartsýnn á heimavelli 4. júlí 2007 20:29 Lewis Hamilton hefur farið hamförum á tímabilinu og verið á verðlaunapalli í fyrstu átta keppnunum. AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina. Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina.
Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira