Golf

Tiger Woods keppir á AT&T mótinu

NordicPhotos/GettyImages
Tiger Woods er meðal keppenda á At&T National PGA-mótinu sem hefst í dag á Congressional Country vellinum í Washington, en þar hefur Opna bandaríska Meistaramótið m.a. verið haldið tvisvar sinnum.

Þetta er fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í eftir að hann eignaðist dóttur fyrir tæpum þremur vikum. Mótið er gríðarlega sterkt þar sem fimm af sex efstu á heimslistanum taka þátt; þeir Tiger, Phil Mickelson, Vijay Singh, Jim Furyk og Adam Scott.

Pro-Am mót fór fram í gær og var George H.W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sérstakur heiðursgestur og sló fyrsta höggið. Heildarverðlaunaféð í mótinu eru 6 milljónir Bandaríkjadala og fær sigurvegarinn eina milljón dollara í sinn hlut.

Frétt af kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×