Innlent

Beint flug til Moskvu?

Frá fundinum
Frá fundinum MYND/Stöd2

Frá Guðjóni Helgasyni, fréttamanni Stöðvar 2 í Moskvu:

Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavik, átti i gær fund með

Yuri Lujkova, borgarstjóra í Moskvu. Á fundinum voru ýmis mál til umræðu og gerði borgarstjóri meðal annars grein fyrir vilja Íslendingar til að gera nýjan loftferðasamning við Rússa. Fulltrúar borgarstjórnar þeir Jón Kristinn Snæhólm og Júlíus Hafstein voru kallaðir á fund aðstoðarborgarstjóra Moskvu í dag sem bendir til þess að málið sé komið í farveg.

Meðal annarra umræðuefna á fundinum voru þátttaka Reykjavíkurborgar í verkefninu Youth in Europe sem miðar að því að fækka ungum fíkniefnaneytendum í Evrópu.

Einnig ræddi borgarstjóri framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóanna og mögulegan stuðning borgarstjóra Moskvu við það. Eftir fundinn var undirritaður útfærður vinasáttmáli á milli Reykjavíkur og Moskvu sem miðar að enn frekara samstarfi á milli borganna á ýmsum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×