Innlent

Hreinn Loftsson vonar að fleiri opni sig um Baugsmál

Hreinn Loftsson
Hreinn Loftsson MYND/ Vilhelm Gunnarsson

Hreinn Loftsson, fyrrverandi stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn, "og það er furðulegt að enginn skuli hafa krafist rannsóknar á því reginhneyksli, sem var hreinlega rugl."

Hann segist vonast til þess að fleiri fari nú að koma fram úr felum og fjalla um þessi mál. "Það er ekki nokkur hemja hvað meðvirknin hefur verið mikil í þessu máli, sérstaklega meðal sjálfstæðismanna. Hreinn segist líka geta staðfest það sem Valgerður segir um hvernig talað var um Baugsmenn, sérstaklega á meðan Fjölmiðlamálinu stóð. "Ég vona bara að fleiri fari að opna sig um hluti sem voru sagðir og hluti sem voru gerðir," segir Hreinn.


Tengdar fréttir

Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins

Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins að mati Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Valgerður segir hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu og segir málið allt með endemum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×