Körfubolti

Francis keyptur út hjá Portland

Steve Francis átti ekki góða daga hjá New York Knicks en hér er hann ásamt fyrrum þjálfara liðsins Larry Brown og framkvæmdastjóranum Isiah Thomas
Steve Francis átti ekki góða daga hjá New York Knicks en hér er hann ásamt fyrrum þjálfara liðsins Larry Brown og framkvæmdastjóranum Isiah Thomas NordicPhotos/GettyImages

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í morgun að bakvörðurinn Steve Francis muni verða keyptur út úr samningi sínum hjá Portland Trailblazers fyrir um 30 milljónir dollara. Francis var skipt til Portland frá New York á dögunum, en félagið hefur ekki í hyggju að nota leikstjórnandann.

Francis skoraði aðeins 11 stig að meðaltali með New York á síðustu leiktíð sem er langt undir meðaltali hans á ferlinum sem er rúm 18 stig og 6 stoðsendingar í leik. Francis verður því væntanlega með lausa samninga á næstu dögum og hefur þegar verið orðaður við LA Glippers og Dallas Mavericks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×