Garcia í vænlegri stöðu á opna breska 21. júlí 2007 19:45 NordicPhotos/GettyImages Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira