Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Haraldur Örn Haraldsson skrifar 6. apríl 2025 21:26 Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinu Vísir/Diego Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í viðureign sinni við Keflavík. Leikurinn endaði 93-96 og því er ljóst að Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð ef þeir ætla sér að fara áfram í þessari úrslitakeppni. Fyrri hálfleikurinn var jafn allan tímann. Mest náði Keflavík að komast í sex stiga forystu en liðin skiptust bara á að komast yfir. Greinilegt var að bæði lið lögðu mikið upp úr þriggja stiga skotunum þar sem þau fengu að fljúga mikið. Dimitrios Agravanis var atkvæðahæstur fyrir Tindastól, hann var með 15 stig, þar af voru þrír þristar. Dedrick Deon Basile kom þar fljótlega á eftir með tíu stig og fjórar stoðsendingar. Keflavíkur megin var það Ty-Shon Alexander sem var stigahæstur með 14 stig og næst þar á eftir Callum Lawson með 11 stig. Í seinni hálfleik fóru gestirnir gríðarlega vel af stað og komust fljótt í 8 stiga forystu. Það entist hinsvegar ekki lengi því Keflvíkingar komu fljótt til baka og minnuðu muninn í tvö stig. Eftir það hélt leikurinn áfram að vera jafn eins og hann var búinn að vera allan leikinn. Loka mínúturnar í fjórða leikhluta voru svo gríðarlega spennandi með mikið af stoppum en á endanum náði Tindastóll að fara með þetta yfir línuna. Atvik leiksins Þegar Ty-Shon Alexander fær tæknivillu og er því rekinn útaf er rétt tæp mínúta er eftir. Tindastól er einnig dæmdur boltinn eftir vítaskotið, þeir komast með því í fjögurra stiga forskot og náðu að sigla þessu heim eftir það. Stjörnur og skúrkar Dimitrios Agravanis var stigahæstur í leiknum með 26 stig þar af voru fimm þristar, einnig var hann með sjö fráköst. Dedrick Deon Basile var einnig mjög góður hjá Tindastól en hann var með 23 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Keflavíkur megin var það Ty-Shon Alexander sem dróg vagninn með 22 stig, en Hilmar Pétursson kom mjög sterkur inn í seinni hálfleik og gerði 20 stig. Skúrkarnir eru mennirnir sem fengu ekki að klára leik vegna villuvandræða en þeir voru fjórir talsins. Verst var þó líklegast Halldór Garðar Hermannsson sem fékk sína fimmtu villu á 25. mínútu fyrir tuð. Dómararnir Það var svakalegur hiti í leiknum og nóg af villum. Gríðarlega erfiður leikur fyrir dómara að dæma en mér fannst þeir skila sínu verki ágætlega. Það voru vissulega ein og ein köll sem maður var ekki sammála, verst var líkast til villan á Ty-Shon Alexander í lok leiks þar sem maður hefði viljað leyfa honum kannski að pústa smá í staðinn fyrir að flauta strax. Það var hinsvegar ekki gert en þegar horft er á leikinn í heild fannst mér þeir standa sig ágætlega. Stemning og umgjörð Stúkan var troðfull í Blue-höllinni í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða voru að allan leikinn og hávaðinn gríðarlegur. Úrslitakeppnis stemning alveg eins og hún er best. Viðtöl „Væri hægt að gera sér þátt um það“ Andri Már Eggertsson fréttamaður Stöðvar 2 Sport var á svæðinu eftir leik til að ræða við menn. Hann ræddi við Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur eftir leik sem var svekktur með niðurstöðuna. „Það var minna hvað þeir gerðu sem réði úrslitunum. Þeir eru gott lið en við gerðum ekki það sem við áttum að gera þarna á kafla og misstum þá fram úr okkur,“ sagði Sigurður Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og Sigurður segir að þetta hafi heilt yfir verið bara góður leikur. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og mér fannst þau bæði spila vel. Ég er bara ósáttur við að við höfum ekki náð að vinna þennan leik.“ Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Ty-Shon Alexander fékk óíþróttamannslega villu í lokin á leiknum sem olli því að hann fékk ekki að taka meiri þátt í leiknum. Þessi dómur hefur reynst umdeildur og Sigurður var ekki sáttur. „Það væri hægt að gera bara sér þátt um það, en ég ætla ekkert að ræða það hérna.“ Leikurinn réðst á lokasekúndunum en Keflavík hefði meira að segja getað jafnað leikinn ef Callum Lawson hefði hitt út loka skoti leiksins. „Mér fannst við bara klaufar. Þeir tóku tvö sóknarfráköst og unnu þetta á síðustu mínútunni með þeim. Sem ég er alls ekki ánægður með.“ Halldór Garðar Hermannsson lét reka sig út af með sína fimmtu villu á 25. mínútu. Mjög klaufalegt hjá honum en Sigurður var sammála því. „Hann var kannski full bráður þarna en þú veist, menn bara spila á fullu og stundum gerist þetta. Svona fór þetta. Það voru bara aðrir að stíga upp en við misstum aðeins þarna í restina.“ „Hleypum þeim í eitthvað þriggja stiga partý“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var létt að ná í sigurinn í kvöld. Eftir svona jafnan leik er það gríðarlega gott fyrir liðið að leiða einvígið 2-0. „Þetta var erfiður leikur, við leiðum megnið af leiknum en þetta er jafnt allan tíman eiginlega. Þá er þetta bara hverjir stíga upp í lokin og það voru menn hjá mér sem komu með mikilvægar og stórar körfur, mikilvæg víti, góð fráköst. Bara frábær leikur held ég.“ Keflavík tapaði boltanum níu sinnum í fyrri hálfleik, en Benedikt var samt sem áður ekkert sérlega ánægður með varnarleik síns liðs. „Ég var ánægður með ‘effortið’ og allt þetta en við vorum að hleypa þeim í eitthvað þriggja stiga partý sem við viljum alls ekki. Sérstaklega framan af leik og þegar þú hleypir þeim í eitthvað svoleiðis þá eru þeir fáránlega erfiðir hérna. Þeir fá allt fólkið með sér og stemninguna og svona.“ Sagði Benedikt Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink „Ég var ánægður með ‘effortið’, pressuna á bolta og allt þetta. Mér fannst við vera að hjálpa stundum of mikið og ekki tala saman. Við vorum að gera svona mistök sem við þurfum að fara yfir, því við þurfum að gera ennþá betur.“ Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í gott forskot. Benedikt var ánægður með það og mjög margt annað í leik sinna manna. „Ég var ánægður með ákefðina og orkuna allan leikinn. En svo á einni mínútu er þeir búnir að gera níu stig í röð, þú mátt aldrei líta af þessum gæða leikmönnum þarna í Keflavík. Um leið og þú sleppir þeim lausum, gefur þeim smá pláss, þá eru þeir búnir að skora á þig. Þetta eru allir miklir skorarar, þannig við þurfum að halda einbeitingu.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Körfubolti
Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í viðureign sinni við Keflavík. Leikurinn endaði 93-96 og því er ljóst að Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð ef þeir ætla sér að fara áfram í þessari úrslitakeppni. Fyrri hálfleikurinn var jafn allan tímann. Mest náði Keflavík að komast í sex stiga forystu en liðin skiptust bara á að komast yfir. Greinilegt var að bæði lið lögðu mikið upp úr þriggja stiga skotunum þar sem þau fengu að fljúga mikið. Dimitrios Agravanis var atkvæðahæstur fyrir Tindastól, hann var með 15 stig, þar af voru þrír þristar. Dedrick Deon Basile kom þar fljótlega á eftir með tíu stig og fjórar stoðsendingar. Keflavíkur megin var það Ty-Shon Alexander sem var stigahæstur með 14 stig og næst þar á eftir Callum Lawson með 11 stig. Í seinni hálfleik fóru gestirnir gríðarlega vel af stað og komust fljótt í 8 stiga forystu. Það entist hinsvegar ekki lengi því Keflvíkingar komu fljótt til baka og minnuðu muninn í tvö stig. Eftir það hélt leikurinn áfram að vera jafn eins og hann var búinn að vera allan leikinn. Loka mínúturnar í fjórða leikhluta voru svo gríðarlega spennandi með mikið af stoppum en á endanum náði Tindastóll að fara með þetta yfir línuna. Atvik leiksins Þegar Ty-Shon Alexander fær tæknivillu og er því rekinn útaf er rétt tæp mínúta er eftir. Tindastól er einnig dæmdur boltinn eftir vítaskotið, þeir komast með því í fjögurra stiga forskot og náðu að sigla þessu heim eftir það. Stjörnur og skúrkar Dimitrios Agravanis var stigahæstur í leiknum með 26 stig þar af voru fimm þristar, einnig var hann með sjö fráköst. Dedrick Deon Basile var einnig mjög góður hjá Tindastól en hann var með 23 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Keflavíkur megin var það Ty-Shon Alexander sem dróg vagninn með 22 stig, en Hilmar Pétursson kom mjög sterkur inn í seinni hálfleik og gerði 20 stig. Skúrkarnir eru mennirnir sem fengu ekki að klára leik vegna villuvandræða en þeir voru fjórir talsins. Verst var þó líklegast Halldór Garðar Hermannsson sem fékk sína fimmtu villu á 25. mínútu fyrir tuð. Dómararnir Það var svakalegur hiti í leiknum og nóg af villum. Gríðarlega erfiður leikur fyrir dómara að dæma en mér fannst þeir skila sínu verki ágætlega. Það voru vissulega ein og ein köll sem maður var ekki sammála, verst var líkast til villan á Ty-Shon Alexander í lok leiks þar sem maður hefði viljað leyfa honum kannski að pústa smá í staðinn fyrir að flauta strax. Það var hinsvegar ekki gert en þegar horft er á leikinn í heild fannst mér þeir standa sig ágætlega. Stemning og umgjörð Stúkan var troðfull í Blue-höllinni í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða voru að allan leikinn og hávaðinn gríðarlegur. Úrslitakeppnis stemning alveg eins og hún er best. Viðtöl „Væri hægt að gera sér þátt um það“ Andri Már Eggertsson fréttamaður Stöðvar 2 Sport var á svæðinu eftir leik til að ræða við menn. Hann ræddi við Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur eftir leik sem var svekktur með niðurstöðuna. „Það var minna hvað þeir gerðu sem réði úrslitunum. Þeir eru gott lið en við gerðum ekki það sem við áttum að gera þarna á kafla og misstum þá fram úr okkur,“ sagði Sigurður Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og Sigurður segir að þetta hafi heilt yfir verið bara góður leikur. „Þetta voru bara tvö góð lið að spila og mér fannst þau bæði spila vel. Ég er bara ósáttur við að við höfum ekki náð að vinna þennan leik.“ Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Ty-Shon Alexander fékk óíþróttamannslega villu í lokin á leiknum sem olli því að hann fékk ekki að taka meiri þátt í leiknum. Þessi dómur hefur reynst umdeildur og Sigurður var ekki sáttur. „Það væri hægt að gera bara sér þátt um það, en ég ætla ekkert að ræða það hérna.“ Leikurinn réðst á lokasekúndunum en Keflavík hefði meira að segja getað jafnað leikinn ef Callum Lawson hefði hitt út loka skoti leiksins. „Mér fannst við bara klaufar. Þeir tóku tvö sóknarfráköst og unnu þetta á síðustu mínútunni með þeim. Sem ég er alls ekki ánægður með.“ Halldór Garðar Hermannsson lét reka sig út af með sína fimmtu villu á 25. mínútu. Mjög klaufalegt hjá honum en Sigurður var sammála því. „Hann var kannski full bráður þarna en þú veist, menn bara spila á fullu og stundum gerist þetta. Svona fór þetta. Það voru bara aðrir að stíga upp en við misstum aðeins þarna í restina.“ „Hleypum þeim í eitthvað þriggja stiga partý“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var létt að ná í sigurinn í kvöld. Eftir svona jafnan leik er það gríðarlega gott fyrir liðið að leiða einvígið 2-0. „Þetta var erfiður leikur, við leiðum megnið af leiknum en þetta er jafnt allan tíman eiginlega. Þá er þetta bara hverjir stíga upp í lokin og það voru menn hjá mér sem komu með mikilvægar og stórar körfur, mikilvæg víti, góð fráköst. Bara frábær leikur held ég.“ Keflavík tapaði boltanum níu sinnum í fyrri hálfleik, en Benedikt var samt sem áður ekkert sérlega ánægður með varnarleik síns liðs. „Ég var ánægður með ‘effortið’ og allt þetta en við vorum að hleypa þeim í eitthvað þriggja stiga partý sem við viljum alls ekki. Sérstaklega framan af leik og þegar þú hleypir þeim í eitthvað svoleiðis þá eru þeir fáránlega erfiðir hérna. Þeir fá allt fólkið með sér og stemninguna og svona.“ Sagði Benedikt Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Anton Brink „Ég var ánægður með ‘effortið’, pressuna á bolta og allt þetta. Mér fannst við vera að hjálpa stundum of mikið og ekki tala saman. Við vorum að gera svona mistök sem við þurfum að fara yfir, því við þurfum að gera ennþá betur.“ Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í gott forskot. Benedikt var ánægður með það og mjög margt annað í leik sinna manna. „Ég var ánægður með ákefðina og orkuna allan leikinn. En svo á einni mínútu er þeir búnir að gera níu stig í röð, þú mátt aldrei líta af þessum gæða leikmönnum þarna í Keflavík. Um leið og þú sleppir þeim lausum, gefur þeim smá pláss, þá eru þeir búnir að skora á þig. Þetta eru allir miklir skorarar, þannig við þurfum að halda einbeitingu.“
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum