Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Sighvatur Jónsson skrifar 27. júlí 2007 19:27 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira