Golf

Furyk fór holu í höggi og sigraði í Kanada annað árið í röð

NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk varði titil sinn í Kanada um helgina. Hann fór holu í höggi á fjórðu holunni og komst þá í forystu sem hann lét ekki af hendi. Hann spilaði á 64 höggum á síðasta hring og endaði mótið 16 höggum undir pari og var einu höggi á undan Vijay Singh. Fyrir 13. sigur sinn á mótaröðinni fékk hann 900.000 dollara.

 

Furyk spilaði 4. holuna á fimm höggum undir pari í mótinu. Holan er 209 yarda par þrjú hola en Singh spilaði holuna átta höggum verr í mótinu. "Það er mjög sérstakt að spila eina holu fimm undir pari á fjórum dögum og gerist það helst á par fimm holum. En þetta er par þrjú hola og enginn stutt hola þar sem slegið er með 9 járni." sagði Furyk.

Furyk var með tveggja högga forystu á Singh fyrir síðustu holuna en hann þrípúttaði og átti Singh þá möguleika á því að jafna með fugli á síðustu. En eftir að annað höggið fór um sex metra frá holunni og púttið rétt framhjá var Jim Furyk Kanadameistari annað árið í röð.

Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×