Sól og skjól á nýju Lækjartorgi Dagur B. Eggertsson skrifar 31. júlí 2007 05:30 Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum trúði því enginn að hægt væri að sitja úti og sötra kaffi á Íslandi. Mestu hörkutólin létu sig hafa það umvafðir lopapeysu og lyngi til fjalla. Undanfarnar vikur hafa verið þannig að jafnvel sólríkustu bernskuminningar blikna. Miðjarðarhafsloftslagið í görðum höfuðborgarsvæðisins má þó líklega ekki síður þakka trjám og gróðri sem gjörbreytt hafa veðráttunni í grónum hverfum. Austurvöllur er svo líklega besta dæmið um skjól af manna völdum. Þessi óviðjafnanlegi mannlífspottur sem kraumað hefur í allt sumar ætti jafnframt að vera okkur fyrirmynd í því hvernig við skipuleggjum og búum okkur skjól í borginni. Það er hins vegar lyginni líkast að ekki eru nema fáein ár síðan Austurvöllur var eins og illa nýtt húsasund þar sem helst mátti sjá alþingismenn skáskjóta augunum til Jóns forseta á einmana hlaupum í þinghúsið. Eina lífið að öðru leyti voru stöku mótmæli, fjallkonan á 17. júní eða frostbitin móttaka á hinu ágæta jólatré sem Oslóar-borg sendir okkur af rausn á aðventunni. Hvað breyttist? Áhersla var lögð á að efla miðborgina, breikka gangstéttar, kaupa laglega ljósastaura, hengja upp blómaker og laga beð. Síðast en ekki síst var slakað á reglugerðarklónni og veitingamönnum gert kleift að afgreiða viðskiptavini sína á torgum úti. Bingó! Tækifærið á LækjartorgiLækjartorg hefur tekið ögn við sér með tilkomu útiveitinga og kaffisölu Segafredo en er þó jafnan autt og frekar dautt. Héraðsdómur Reykjavíkur er sérlega líflaus starfsemi í gamla Útvegsbankahúsinu og Hafnarstræti 20 sem sjálfsagt var ætlað að skerma torgið af fyrir norðanáttinni hefur aldrei tekist það og hefur raunar uppskorið hið vafasama heiti „ljóta húsið við Lækjartorg", hvort sem það getur talist sanngjarnt eða ekki. Andlitslyfting Lækjartorgs er því tvímælalaust eitt mikilvægasta miðborgarverkefnið sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir. Undirbúningur að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni varð til þess að hugmyndir að endurnýjun Lækjartorgs fengu vængi. Milli tónlistarhússins og Lækjartorgs er gert ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans rísi. Fyrir ári síðan minnti tækifærið til að láta hendur standa fram úr ermum enn á sig. Þá festi Landsbankinn kaup á „ljóta húsinu" til niðurrifs. Samfylkingin í Reykjavík lagði þegar til að teknar yrðu upp viðræður við bankann um að endurskapa skjólgott Lækjartorg með heildarskipulagi sem tæki mið af uppbyggingu Tónlistarhússins, niðurrifi Hafnarstrætishússins og uppbyggingar höfuðstöðva bankans. Bruninn ýtti við aðgerðumTillaga Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs hafði legið óhreyfð í skipulagsráði borgarinnar í nærri heilt ár þegar eldur varð laus í húsunum við Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Bruninn skilur eftir sig vandfyllt skarð. Borgarstjóri hafði upp stór orð um umfangsmikil uppkaup borgarinnar á brunnum eignum. Ekkert hefur spurst til þessara yfirlýsinga síðan. Hinn hörmulegi bruni varð þó til þess að skriður komst loks á vinnu að heildarskipulagi svæðisins. Til að leggja grunn að endurbyggingu beggja vegna Lækjartorgs hafa nú verið valdir sex hópar innlendra og erlendra arkitekta. Þeir verða kostaðir til að skila inn hugmyndum að skipulagi svæðisins. Þær hugmyndir munu keppa, nafnlaust, við tillögur sem öllum er frjálst að senda inn í leit borgarinnar að hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins. Frestur til að skila inn rennur út 9. ágúst nk. Góð samstaða hefur náðst um það markmið að horn Austurstrætis og Lækjargötu kallist áfram á við söguna og hið gamla andlit Reykjavíkur. Við uppbygginguna er ekki síður mikilvægt að borgaryfirvöld og samstarfsaðilar á svæðinu taki höndum saman um að útlit, skipulag og byggingarlist á þessum lykilstað verði meðal þess besta sem reist hefur verið í Reykjavík. Líklega skiptir þó ekki minnstu að götur, sund og torg verði þaulhugsuð þannig að mannlíf, sól og skjól njóti sín til fulls. Samfylkingin mun beita sér fyrir þessari framtíðarsýn og opnum faglegum vinnubrögðum í þeirri mikilvægu og vandasömu vinnu sem framundan er. Undir engum kringumstæðum má heldur gerast að annar vetur líði, án ákvarðana. Innan við þrjú ár eru þar til vígja á tónlistarhúsið. Á svæðinu þar í kring á jafnframt að rísa nær tvöfalt byggingarmagn þess í formi hágæðahótels, verslana, íbúða og áðurnefndra höfuðstöðva Landsbankans. Þessi uppbygging þarf að komast á hönnunarstig eigi hún að haldast í hendur við byggingu tónlistarhússins. Það hlýtur að vera öllum kappsmál. Opnir grunnar og hálfköruð torg sæma ekki svo glæsilegri og mikilvægri framkvæmd.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun