Innlent

Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni

Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krest þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi.

Í fréttatilkynningu segir að lengi hafa verið fyrirhugaðar framkvæmdir við hringveginn í Sveitarfélaginu Hornafirði til að bæta samgöngur á Suðausturlandi. Vegagerðin hafi lagt fram þrjár veglínur vegna fyrirhugaðra framkvæmda og muni þær stytta hringveginn um 10-12 km eftir því hvaða leið verði valin. Þær nái frá hringvegi vestan Hornafjarðarfljóta, yfir Hornafjarðarfljót og að hringvegi skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði.

Að mati stefnenda eru allar þessar leiðir ótækar. Þeir segja að þær raski náttúru og umhverfi og hafi mikil áhrif á hagsmuni stefnenda. Því krefjast þeir að tvær aðrar hugmyndir verið teknar til umhverfismats.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×