Körfubolti

Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Daníel R.

Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu.

„Deildin er mjög sterk og fleiri lið sem geta gert góða hluti en áður," segir Benedikt. „Snæfell og Njarðvík eru með gríðarlega sterk lið og einnig Grindavík, Skallagrímur og Keflavík sem eru með mjög góð lið."

KR-ingar mæta BC Banvit frá Tyrklandi í 2. umferð Evrópukeppnarinnar og verður fyrri leikurinn spilaður á Íslandi þann 20. nóvember. „Banvit er með sterkt lið og greinilega með gífurlegt fjármagn á bak við sig. Þeir eru til að mynda með Bandaríkjamenn í liðinu sem eru að banka á dyrnar í NBA."

KR mætir Fjölni á heimavelli í fyrsta leik sínum á komandi tímabili, þann 11. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×