Viðskipti innlent

Skúbb er best með forsjá

Allan Strand.
Allan Strand.

Orðið á götunni þykir ein ferskasta vefsíðan í íslenskum netheimum. Eins og ötulum skúbburum sæmir fara Orðsins menn þó stundum fram úr sjálfum sér. Þannig greindi síðan fyrst frá brotthvarfi Allans Strand og nokkurra lykilstjórnenda Glitnis í Lúxemborg.

Höfundur setti sig í spor rannsóknarlögreglumannsins og sló því föstu að Glitnismenn hefðu gerst sekir um brot á lögum um Kauphöll Íslands, með því að tilkynna ekki mannabreytingarnar. Glitnir sendi þó fljótlega frá sér tilkynningu, og þvertók fyrir að nokkurt lögbrot hefði verið framið. Strand ætti ekki sæti í framkvæmdastjórn bankans og teldist því ekki til lykilstjórnenda í skilningi laganna. Hér skal því hins vegar skúbbað að Pekka nokkur Väisänen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FIM Group Corporation í Finnlandi, sem er að fullu í eigu Glitnis. Väisänen var áður framkvæmdastjóri verðbréfamiðlunar hjá FIM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×