Erlent

Hommarnir elska Putin

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin er stæltur vel.
Vladimir Putin er stæltur vel. MYND/AP

Myndir af Vladimír Putin, berum að ofan við veiðar, hafa vakið heimsathygli. Rússlandsforseti er vel stæltur og þegnar hans eru mikið hrifnir af karlmannlegri ímynd hans. Jafnvel hið virðulega blað Pravda birti stórar myndir af fáklæddum forsetanum með leiðbeiningum um hvernig karlmenn geti fengið vöðvabyggingu eins og hann. Konur eru sagðar hafa klippt myndirnar út og límt þær upp á veggi sína.

En það eru ekki bara konurnar sem dást að forseta sínum. Rússneskir hommar eru yfir sig hrifnir af honum. Spjallarásir þeirra á netinu eru uppfullar af umræðum um nektarmyndirnar. Hommunum þykir Putin bæði glæsilegur og eins vona þeir að myndirnar séu til marks um að forsetinn vilji skapa meira umburðarlyndi gagnvart hommum og lesbíum sem eiga illa ævi í Rússlandi.

Sérstaklega benda hommarnir á mynd þar sem Putin er ber að ofan á hestbaki. Þykjast þeir sjá að þar sé vísað til bandarísku kvikmyndarinnar Brokeback Mountain sem fjallar um tvo samkynhneigða kúreka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×