Í hálfsársuppgjöri bankans kemur fram að hreinar vaxtatekjur hafi numið 159 milljónum króna á fyrri hluta árs samanborið við 269 milljóna króna neikvæðar vaxtatekjur á sama tíma í fyrra.
Þá námu þóknanatekjum 821 milljóna króna sem er 50 prósenta aukning á milli ára.
Heildareignir nema rúmum 42,4 milljörðum króna sem er litlu minna en við lok síðasta árs en þá námu þær rúmum 42,8 milljörðum króna. 42.837 m.kr. í lok síðasta árs.
Þá nam eiginfjárhlutfall 24,7 prósentum á fyrri hluta þessa árs samanborið við 19,2 prósent í fyrra.
Í uppgjöri bankans segir að efnahagur bankans hafi nánast staðið í stað frá byrjun árs vegna minnkandi stöðutöku úr hlutabréfum og skuldabréfum.