Viðskipti innlent

Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum

Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í dag.
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/Hari

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags.

Þannig hefur FTSE-vísitalan hækkað um 0,42 prósent í Bretlandi í dag og franska Cac-40 vísitalan hækkað um 0,16 prósent. Þýska Dax-vísitalan hefur aftur á móti lækkað um 0,11 prósent.

Þá hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 0,6 prósent í Stokkhólmi í Svíþjóð og vísitalan í kauphöllinni í Ósló hækkað um 0,66 prósent.

Gengi hlutabréfa hefur hins vegar lækkað bæði hér og í Danmörku en C20-vísitalan hefur lækkað um 0,41 prósent það sem af er dags. Úrvalsvísitalan hefur lækkað lítillega, eða um 0,09 prósent og stendur hún í 8.164 stigum.

Gengi hlutabréfa í Atorku, Landsbankanum og Glitni hefur hækkað mest en gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest það sem af er degi. Lækkunin nemur 1,54 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×