Viðskipti innlent

Líkur á hægari útlánavexti

Greiningardeild Glitnis segir að líkur séu á því að hægja muni á útlánavexti þar sem fjármagn er orðið dýrara en áður auk þess sem aðgengi að lánsfé er erfiðara vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum.
Greiningardeild Glitnis segir að líkur séu á því að hægja muni á útlánavexti þar sem fjármagn er orðið dýrara en áður auk þess sem aðgengi að lánsfé er erfiðara vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum.

Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti.

Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis en bent á að samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum hafi tólf mánaða vöxtur útlána hjá fjármálafyrirtækjum numið 26,4 prósentum í júlí. Það er 1,5 prósentum hægari vöxtur en í mánuðinum á undan og tæplega sjö prósentum hægari en í upphafi árs.

Heildarútlán ýmissa lánafyrirtækja námu 941 milljarði króna í lok júlí. Þar af námu lán til heimila þyngst, eða 452 milljörðum. Stærstur hluti þeirra eru lán frá Íbúðalánasjóði.

Tekið er fram að með ýmsum lánafyrirtækjum flokkast þau lánafyrirtæki sem ekki eru innlánastofnanir svo sem Íbúðalánasjóður, fjárfestingabankar og eignaleigufyrirtæki.

Greiningardeildin segir að undanfarið hafi þróun á fjármálamörkuðum verið í þá átt að fjármagn er dýrara nú en áður og líklegt að aðgengi að því versni. Þá hafi verðtryggðir innlendir langtímavextir hækkað nokkuð undanfarið og umrót á erlendum fjármálamörkuðum tengt húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum gert það að verkum að aðgengi að erlendu lánsfé hafiversnað. Líklegt sé því að þetta valdi því að áfram muni draga úr útlánavexti, að mati Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×