Viðskipti innlent

Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki

Willam Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans. Straumur-Burðarás varð í gær einn af fimm viðskiptabönkum landsins.
Willam Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans. Straumur-Burðarás varð í gær einn af fimm viðskiptabönkum landsins. Mynd/Anton

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins.

Hinir bankarnir eru Glitnir, Icebank, Kaupþing og Landsbankinn.

Á vefsíðu FME segir að frá sama tíma falli niður starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki og bent á að starfsleyfi Straums-Burðaráss taki meðal annars til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi (innlánum) og viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×