Viðskipti innlent

IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu.

Sjóðurinn birti skýrsluna í gær. Seðlabankinn segir þetta reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2007 Article IV Consultation) sem samin var eftir heimsókn sérfræðinga sjóðsins hingað til lands í maí síðastliðnum. Skýrslunni fylgja fjórir viðaukar (e. Selected Issues Papers) sem fjalla um gengismál, ríkisfjármál, fjármálakerfið og niðurstöðu ráðstefnu er fjallaði um hnattvæðingu og lítil opin hagkerfi.

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í íslensku hagkerfi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×