Viðskipti innlent

Samson tapaði 3,2 milljörðum króna

Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson.

Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans.

Félagið er eigandi tveggja dótturfélaga og er því birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess. Auk móðurfélagsins eru í samstæðunni félögin Samson Properties ehf. sem er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig er fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. hluti af samstæðunni en það félag er eigandi að um 26 prósenta eignarhluta í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf.

Markaðsverð eignarhlutar móðurfélags Samsonar í Landsbankanum nam 173,7 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings en bókfært virði hans er rétt rúmir 73 milljarðar króna.

Í árshlutauppgjörinu segir að þar sem beitt sé hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. færast einungis 10,9 milljarðar króna til tekna þó markaðsvirði eignarhluta

Samson ehf. hafi aukist um tæpa 52,9 milljarða króna á tímabilinu.

Þá segir ennfremur í uppgjörinu að félagið færi afleiðusaminga á markaðsvirði og því komi gjaldfærsla upp á rúma 14,6 milljarða króna fram sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu.

Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam rúmum 24,6 milljörðum króna og lækkaði það um 16,2 prósent frá lokum síðasta árs. Væri eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins rúmir 107 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa . Þá væri eiginfjárhlutfall 42 prósent, að því er segir í árshlutauppgjörinu.

Uppgjör Samson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×