Erlent

Foreldrar Madeleine í mál við portúgalska fjölmiðla

Óli Tynes skrifar
Gerry og Kate McCann.
Gerry og Kate McCann.
Foreldrar Madeleine McCann ætla að höfða meiðyrða mál gegn portúgölsku blaði sem hélt því fram að þau hafi myrt dóttur sína. Samskipti Gerrys og Kate McCann við fjölmiðla hafa versnað stöðugt undanfarnar vikur. Margir portúgalskir fjölmiðlar vilja gera þau ábyrg fyrir hvarfi dótturinnar. Annaðhvort vegna vanrækslu eða vegna þess að þau hafi hreinlega sjálf orðið henni að bana.

Þannig hefur mátt lesa í blöðum í Portúgal að sérþjálfaðir leitarhundar hafi fundið lykt af líki á bíllyklum foreldranna. Einnig hefur verið sagt að fundist hafi sprautunál í hótelherbergi þeirra.

Hún hafi verið af sprautu sem þau notuðu til þess að gefa börnum sínum svefnlyf. Til þess að fá sjálf frið til þess að skemmta sér. Þau hafi svo gefið Madeleine litlu of stóran skammt, sem dró hana til dauða. Hjónin eru bæði læknar.

Þá hafi þau falið lík hennar einhversstaðar. Portúgalska blaðið hefur ekki viljað tjá sig um málshöfðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×