Viðskipti innlent

Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik ohf.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik ohf. Mynd/E.Ól.

Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra.

Í uppgjörinu nú kemur fram að rekstrartekjur Rarik ohf. og dótturfélagsins Orkusölunnar námu 3.479 milljónum króna í lok júní á þessu ári.

Heildareignir námu 25.848 milljónu og eigið fé 14.289 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 55 prósent.

Horfur í rekstri samstæðunnar á seinni hluta ársins eru jákvæðar og er gert ráð fyrir að rekstrarafkoman batni á seinni hluta ársins.

Uppgjör Rarik ohf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×