Viðskipti innlent

Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent

Zavier Govare, forstjóri Alfesca. Hann er ánægður með afkomu fyrirtækisins á síðasta ári.
Zavier Govare, forstjóri Alfesca. Hann er ánægður með afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Mynd/Anton

Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára.

Í uppgjöri Alfesca kemur fram að sala hafi númið 616,9 milljónum evra, sem er 11 prósenta aukning frá árinu á undan.

Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam 53,9 milljónum evra en það er 23 prósenta aukning á milli ára. Mestu munar í sölu á rækjum, sem jókst um 33,4 prósent á árinu, og góðri sölu á reyktum laxi.



Haft er eftir Xavier Govare, forstjóra Alfesca, að félagið sé ánægt með afkomuna og sé hún í samræmi við markmið þess. „Við höfum náð þeim markmiðum sem sett voru um reksturinn," er haft eftir honum í uppgjörinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×