Vilja gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja 7. september 2007 10:58 MYND/Róbert Vinnuhópur um mótvægisaðgerðir gegn svifryki leggur meðal annars til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja til þess að draga úr henni. Þá leggur hópurinn einnig til að veittar verði upplýsingar um hæfilega notkun nagladekkja, bæði kosti og galla. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að í vinnuhópnum hafi setið fulltrúar frá umhverfisráðuneyti og samgönguráðuneyti fulltrúum Umferðarstofu, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Var hópnum meðal annars falið að útfæra nánar tillögur starfshóps sem umhverfisráðuneytið hafði skilað undir lok síðasta árs. Tillögur vinnuhópsins taka til aðgerða meðal annars vegna sóts og nagladekkja. Leggur hópurinn einnig til varðandi sót að settar verði takmarkandi reglur um notkun og eftirlit með aflaukandi tölvukubba í bílum, að gjaldtaka á bílum leiði til þess að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra og að lagt verði sótgjald á gamla mengandi bíla til að draga úr innflutningi þeirra til landsins. Einnig er lagt til að veittur verði skattafsláttur af gömlum bílum sem settar eru sótsíur í og lagðir mengunarskattar á gamla bíla sem ekki hafa slíkan búnað.Rykbinding verði skilyrði fyrir niðurrifi húsa Þá vill hópurinn að umhverfissvæði í þéttbýli verði skilgreint þannig að bílar sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla megi ekki aka þar og blásið verði til fræðsluátaks til að draga úr lausagangi bíla. Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að rykbinding verði gerð að skilyrði fyrir starfsleyfi við niðurrif húsa og að sett verði almenn krafa um lágmörkun rykmyndunar í útboðum á framkvæmdum fyrir opinbera aðila. Tillögurnar eru nú til athugunar í samgönguráðuneytinu eftir því sem segir á vef ráðuneytisins. Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira
Vinnuhópur um mótvægisaðgerðir gegn svifryki leggur meðal annars til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja til þess að draga úr henni. Þá leggur hópurinn einnig til að veittar verði upplýsingar um hæfilega notkun nagladekkja, bæði kosti og galla. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að í vinnuhópnum hafi setið fulltrúar frá umhverfisráðuneyti og samgönguráðuneyti fulltrúum Umferðarstofu, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar. Var hópnum meðal annars falið að útfæra nánar tillögur starfshóps sem umhverfisráðuneytið hafði skilað undir lok síðasta árs. Tillögur vinnuhópsins taka til aðgerða meðal annars vegna sóts og nagladekkja. Leggur hópurinn einnig til varðandi sót að settar verði takmarkandi reglur um notkun og eftirlit með aflaukandi tölvukubba í bílum, að gjaldtaka á bílum leiði til þess að hagkvæmara verði að flytja inn litla bíla fremur en stóra og að lagt verði sótgjald á gamla mengandi bíla til að draga úr innflutningi þeirra til landsins. Einnig er lagt til að veittur verði skattafsláttur af gömlum bílum sem settar eru sótsíur í og lagðir mengunarskattar á gamla bíla sem ekki hafa slíkan búnað.Rykbinding verði skilyrði fyrir niðurrifi húsa Þá vill hópurinn að umhverfissvæði í þéttbýli verði skilgreint þannig að bílar sem ekki uppfylla tiltekna mengunarstaðla megi ekki aka þar og blásið verði til fræðsluátaks til að draga úr lausagangi bíla. Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að rykbinding verði gerð að skilyrði fyrir starfsleyfi við niðurrif húsa og að sett verði almenn krafa um lágmörkun rykmyndunar í útboðum á framkvæmdum fyrir opinbera aðila. Tillögurnar eru nú til athugunar í samgönguráðuneytinu eftir því sem segir á vef ráðuneytisins.
Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Sjá meira