Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkar í Kauphöllinni

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 3,75 prósent í Kauphöllinni í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 3,75 prósent í Kauphöllinni í dag. Mynd/E.Ól.

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 3,75 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði, Atlantic Petroleum og Alfesca.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,21 prósent og stendur vísitalan í 8.160 stigum. Hún hefur hækkað um 27,28 prósent það sem af er árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×