Erlent

Portúgalskur saksóknari fær Madeleine gögn

MYND/AP
Portúgalska lögreglan mun í dag láta af hendi öll rannsóknargögn í máli Madeleine McCann. Portúgalskir saksóknarar munu taka við gögnunum og taka í framhaldi ákvörðun um það hvort foreldrar Madeleine, þau Gerry og Kate McCann verði ákærð í málinu.

Í síðustu viku var þeim gert ljóst að þau hefðu réttarstöðu grunaðra og í kjölfarið ákváðu þau að snúa aftur til Bretlands en þau hafa verið í Potúgal allt frá því málið kom upp í byrjun maí. Fregnir herma að blóð úr Madeleine hafi fundist í bílaleigubíl sem foreldrarnir tóku á leigu nærri mánuði eftir að tilkynnt var um hvarf telpunnar.

Ferðafrelsi foreldranna voru engar skorður settar en þau geta verið kölluð aftur til Portúgals með fimm daga fyrirvara, ákveði yfirvöld að kæra þau. Breskur réttarmeinafræðingur sagði í viðtali við BBC í gærkvöld að möguleiki væri á því að blóðið sem fundist hafi í bílaleigubílnum væri í raun úr systkinum Madeleine, tvíburunum Sean og Amelie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×