Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu lækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu lækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag en það er í takt við þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum lækkaði nokkuð eftir að breska fasteignalánafyrirtækið greindi frá því að það hefði nýtt sér lánaheimild Englandsbanka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og stendur í 7.772. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 2,99 prósent.

Fast á hæla FL Group fylgir Föroya banki og Exista.

Gengi einungis þriggja fyrirtækja hækkaði í dag.

Vísitalan hefur hækkað um 21,23 prósent það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×