Fótbolti

Hann ætlar að ná úr mér geðveikinni

Sigurður Jónsson hefur verið að gera fína hluti með Djurgarden í Svíþjóð
Sigurður Jónsson hefur verið að gera fína hluti með Djurgarden í Svíþjóð Mynd/Stefán

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sigurður Jónsson, þjálfari toppliðs Djurgarden, njóti nú aðstoðar íþróttasálfræðings til að "ná úr sér geðveikinni" eins og hann orðar það sjálfur. Sigurður hefur verið gagnrýndur nokkuð af dómurum og meðspilurum fyrir skapsmuni sína og ætlar að reyna að vinna bót á því.

"Við erum með íþróttasálfræðinginn Johan Fallby á okkar snærum og hann ræðir við leikmennina," sagði Sigurður í samtali við Aftonbladet, en hans menn eru í góðri stöðu með að vinna meistaratitilinn. "Johan ræðir við leikmennina einn á einn en þegar hann er búinn að því á hann líklega mest verk fyrir höndum með mig. Hann ætlar að ná geðsjúklingnum úr mér," sagði Sigurður hlæjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×