Erlent

Simpson í járnum

Þórir Guðmundsson skrifar

OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti.

Lögregla segir hins vegar að Simpson hafi reynt að hrifsa gripina með vopnavaldi. Hann var leiddur í handjárnum inn í fangelsi í Las Vegas.

Simpson var fyrir þrettán árum sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar. Verði hann ákærður fyrir vopnað rán í Las Vegas á hann yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist.


Tengdar fréttir

O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar

O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×