Viðskipti innlent

Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest

Andri Ólafsson skrifar
Rúnar og Björn Ingi á kosningaskrifstofunni. Þeir starfa nú saman hjá dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.
Rúnar og Björn Ingi á kosningaskrifstofunni. Þeir starfa nú saman hjá dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar borgarfulltrúa, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest.

Reykjavík Energy Invest er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson, áður hjá Glitni, er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnars, Björn Ingi Hrafnsson fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur.

Fyrir utan störf sín fyrir Framsóknarflokkinn er Rúnar Hreinsson helst þekktur fyrir að hafa verið framkvæmdastjóri Saga Film.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×