Sigurbergur tryggði Haukum jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2007 21:57 Gunnar Berg Viktorsson Haukamaður tekur hér hraustlega á Filip Kliszczyk, leikmanni Fram. Mynd/Eyþór Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer"-marki í leikslok. Andri Berg Haraldsson hafði tíu sekúndum áður fengið tækifæri til að gulltryggja Fram sigurinn í leiknum en Magnús Sigmundsson varði vel frá honum. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Fram var með tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Haukar náðu þá að minnka muninn. Magnús varði í næstu sókn frá Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þegar 45 sekúndur voru eftir varði hins vegar Björgvin Gústavsson glæsilega frá Halldóri Ingólfssyni Haukamanni sem var kominn einn í gegnum vörn Framara. Þar með virtist sigurinn tryggður en Framarar fóru illa að ráði sínu í lokasókninni og Haukar refsuðu fyrir það. Staðan í hálfleik var 14-13, Haukum í vil. Þeir voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Framarar tóku völdin í þeim síðari. Mest var forysta þeirra þrjú mörk, í stöðunni 27-24. Þetta voru fyrstu stigin sem liðin tapa á tímabilinu en þau höfðu bæði unnið leiki sína tvo til þessa. Stjarnan er því eina liðið í deildinni sem er með fullt hús stiga og er á toppi deildarinnar með sex stig. Fram og Haukar koma næstir með fimm stig. Íslandsmeistarar Vals eru í næstneðsta sæti með núll stig eftir þrjá leiki. Fram-Haukar 29-29 (13-14) Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 9, Hjörtur Hinriksson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 5, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Filip Kliszczyk 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannesson 2. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 5, Sigurbergur Sveinsson 5, Jón Karl Björnsson 4, Gísli Jón Þórisson 3, Gunnar Berg Viktorsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Andri Stefan 2, Arnar Pétursson 2, Pétur Pálsson 1, Arnar Jón Agnarsson 1, Þröstur Þráinsson 1. Sjá einnig:Björgvin: Aular að klúðra þessuAron: Hefur verið góð byrjun á mótinu Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum jafntefli gegn Fram í N1-deild karla með „buzzer"-marki í leikslok. Andri Berg Haraldsson hafði tíu sekúndum áður fengið tækifæri til að gulltryggja Fram sigurinn í leiknum en Magnús Sigmundsson varði vel frá honum. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Fram var með tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Haukar náðu þá að minnka muninn. Magnús varði í næstu sókn frá Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þegar 45 sekúndur voru eftir varði hins vegar Björgvin Gústavsson glæsilega frá Halldóri Ingólfssyni Haukamanni sem var kominn einn í gegnum vörn Framara. Þar með virtist sigurinn tryggður en Framarar fóru illa að ráði sínu í lokasókninni og Haukar refsuðu fyrir það. Staðan í hálfleik var 14-13, Haukum í vil. Þeir voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Framarar tóku völdin í þeim síðari. Mest var forysta þeirra þrjú mörk, í stöðunni 27-24. Þetta voru fyrstu stigin sem liðin tapa á tímabilinu en þau höfðu bæði unnið leiki sína tvo til þessa. Stjarnan er því eina liðið í deildinni sem er með fullt hús stiga og er á toppi deildarinnar með sex stig. Fram og Haukar koma næstir með fimm stig. Íslandsmeistarar Vals eru í næstneðsta sæti með núll stig eftir þrjá leiki. Fram-Haukar 29-29 (13-14) Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 9, Hjörtur Hinriksson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 5, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Filip Kliszczyk 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannesson 2. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 5, Sigurbergur Sveinsson 5, Jón Karl Björnsson 4, Gísli Jón Þórisson 3, Gunnar Berg Viktorsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Andri Stefan 2, Arnar Pétursson 2, Pétur Pálsson 1, Arnar Jón Agnarsson 1, Þröstur Þráinsson 1. Sjá einnig:Björgvin: Aular að klúðra þessuAron: Hefur verið góð byrjun á mótinu
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira