Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði 4. október 2007 18:47 Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson, í fylgd yfirlögregluþjóns, er mættur á Bakkafjörð, einnig lögfræðingar og aðrir fulltrúar lánadrottna fiskvinnslunnar Gunnólfs. Nauðungaruppboð stendur yfir á fyrrum stærsta atvinnufyrirtæki þessa fámenna þorps. Þar til í fyrra unnu þarna að staðaldri um þrjátíu manns, drjúgur meirihluti vinnufærra manna í byggðarlaginu. Rekstrinum var hætt fyrir rúmu ári, þegar fyrirtækið réð ekki lengur við skuldirnar, sem dráttarvextirnir höfðu hjálpað til við að hækka upp í 200 milljónir króna. Fjórar fasteignir stóðu að veði sem nú voru seldar hæstbjóðanda. Fiskvinnsluhúsin fóru fyrir lítið. Eitt á sjö millónir króna, annað á þrjár milljónir en það stærsta á 21 milljón. Samtals byggingar upp á 2.200 fermetra með öllum búnaði, allar slegnar Byggðastofnun. Loks er komið að því að bjóða upp æskuheimili framkvæmdastjórans, Kristins Péturssonar, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 22 árum og rak það ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu S. Högnadóttur. Þau eru nú eignalaus. Uppboðið fer fram í eldhúsinu en á sama tíma ræddi Björn Þorláksson við Kristin á Akureyri.Hann kennir aflasamdrætti mest um. Kvótalaus fiskvinnslan gat ekki lifað. Afleiðingar sjást á mannfjöldatölum, íbúum hefur á fáum árum fækkað um 40 prósent, úr 130 manns niður í 80.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira