Viðskipti innlent

Össur leiðir hækkanalestina í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en gengi bréfa í fyrirtækinu hefur hækkað langmest í Kauphöllinni í dag.
Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en gengi bréfa í fyrirtækinu hefur hækkað langmest í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa tók ágætan kipp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Athygli vekur að gengi allra hlutabréfa í félögum sem greiningardeild Glitnis segir í afkomuspá sinni búa yfir helstu tækifærunum hækkaði í morgun.

Þar af hefur gengi bréfa í Össur hækkað mest, eða um 4,81 prósent. Gengi bréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,36 prósent, Kaupþing um 0,87 og Exista um 0,44 prósent.

Einungis gengi bréfa í Landsbankanum hefur lækkað það sem af er dags.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,58 prósent það sem af er dags og stendur vísitalan í 8.459 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×