Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp.
Marel Jóhann Baldvinsson leikur með Molde en hann var ekki á meðal markaskorarara í kvöld.