Viðskipti innlent

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, en gengi bréfa í félaginu hækkaði langmest í Kauphöllinni í dag.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, en gengi bréfa í félaginu hækkaði langmest í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,11 prósent og stendur í 8.538 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×