Viðskipti innlent

Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent

Wilhelm Pettersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi félagsins hefur rokið upp í kauphöllum hér á landi og í Kaupmannahöfn í dag.
Wilhelm Pettersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Gengi félagsins hefur rokið upp í kauphöllum hér á landi og í Kaupmannahöfn í dag.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Atlantic Petroleum er sömuleiðis skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn en þar hækkaði gengið um 17 prósent eftir að félagið sendi frá sér tilkynningu um olíufundinn.

Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um rúm 209 prósent það sem af er árs í Kauphöllinni.

Gengi bréfa í Teymi hækkaði næstmest, eða um 1,52 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hins vegar lækkað um 0,15 prósent og stendur í 8.531 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×