Viðskipti innlent

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni

Xavier Govare, forstjóri Alfesca, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35 prósent og stendur vísitalan í 8.518 stigum.

Hún hefur hækkað um 32,87 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×