Viðskipti innlent

Landsbankinn gefur út skuldabréf

Landsbankinn gaf á föstudag út víkjandi skuldabréf fyrir 400 milljónir bandaríkjadala eða um 24 milljarða íslenskra króna. Útgáfunni, sem telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1), var beint til stofnanafjárfesta á Bandaríkjamarkaði og er án lokagjalddaga en innkallanleg af

hálfu Landsbankans að 10 árum liðnum.

Skuldabréfaútgáfan vakti athygli bandarískra stofnanafjárfesta sem og evrópskra fjárfesta en vegna mikils áhuga var upphæðin aukin um 100 milljónir dala. Alls tóku 32 fjárfestar þátt í útboðinu en 92 prósent þátttakenda eru stofnanafjárfestar í Bandaríkjunum.

Útgáfan ber 7,43 prósenta fasta vexti sem eru fjármögnunarkjör er jafngilda 213 punktum yfir þriggja mánaða millibankavöxtum (LIBOR) í bandaríkjadölum. Umsjón með útgáfunni höfðu Citigroup, Credit Suisse and JP Morgan.

„Markmið útgáfunnar er að styrkja enn frekar eiginfjárhlutfall bankans og

styðja við áframhaldandi vöxt. Við sáum gott tækifæri á markaði og mikill

áhugi bandarískra fjárfesta á útgáfunni er tákn um styrk bankans," segir

Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, í tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×