Viðskipti innlent

LME, Stork og Candover ræða áfram saman

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, ræða málin.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, og Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, ræða málin. Mynd/Anton

LME eignarhaldsfélag ehf., hollenska iðnsamsteypan Stork N.V. og breska fjárfestingafélagið Candover munu halda áfram formlegum

viðræðum til að skoða mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaðila í huga.

Tilkynning um árangur viðræðna verður birt þegar það er viðeigandi, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Candover gerði yfirtökutilboð í Stork í sumar en dró sig í hlé eftir að samþykki meirihluta hluthafa í félaginu náðist ekki fyrir tilboðinu. LME, sem er í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marels, jók hins vegar hratt við eign sína í félaginu og er nú stærsti hluthafi Stork með rúm 43 prósenta hlutafjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×