Fótbolti

Árni Gautur með tæpa milljón á mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Gautur Arason er tekjuhæstur Íslendinga í Noregi.
Árni Gautur Arason er tekjuhæstur Íslendinga í Noregi. Mynd/Scanpix

Vísir birtir laun íslensku knattspyrnumannanna í Noregi. Árni Gautur Arason er launahæstur en Birkir Bjarnason launalægstur.

Hægt er að nálgast upplýsingar um hvern einasta skattgreiðanda á netinu, til að mynda á heimasíðu vefmiðilsins Nettavisen. Nægir að slá inn nafn viðkomandi til að fá upplýsingar um eignir, tekjur og skattgreiðslur síðasta árs.

Í ljós kemur að munurinn er gríðarlega mikill. Árni Gautur er með næstum fimmfalt hærri launagreiðslur en Birkir.

Það má þau útskýra með því að Árni Gautur er þaulreyndur landsliðsmaður og hefur þótt vera einn besti útlendingurinn sem leikið hefur í norsku úrvalsdeildinni.

Birkir er hins vegar nítján ára óreyndur en efnilegur knattspyrnumaður sem á framtíðina fyrir sér.

Hér er listinn í heild sinni:

1. Árni Gautur Arason, Vålerenga: 11.138.517 íslenskra krónur í árslaun / 928.210 krónur í mánaðarlaun

2. Stefán Gíslason, fyrrum leikmaður Lyn: 9.597.288 kr. / 799.774 kr.

3. Ólafur Örn Bjarnason, Brann: 9.416.987 kr. / 784.749 kr.

4. Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk: 8.079.115 kr. / 673.260 kr.

5. Kristján Örn Sigurðsson, Brann: 7.832.601 kr. / 652.727 kr.

6. Jóhannes Þór Harðarson, Start: 5.362.905 kr. / 446.909 kr.

7. Haraldur Freyr Guðmundsson, Álasundi: 3.293.193 kr. / 274.433 kr.

8. Birkir Bjarnason, Viking: 2.491.604 kr. / 207.634 kr.

Hannes Þ. Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson voru með uppgefnar tekjur en litlar þar sem þeir greiddu skatt aðeins hluta ársins 2006.

Indriði Sigurðsson og Marel Baldvinsson voru ekki með uppgefnar tekjur fyrir síðasta ár.

Eftirtaldir núverandi íslenskir knattspyrnumenn í Noregi voru ekki með uppgefnar tekjur fyrir síðasta ár: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Garðar Jóhannsson, Hörður Sveinsson, Guðmundur Pétursson og Baldur Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×