Óraunsæ áfengisrómantík Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. október 2007 07:00 Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun