Lilleström kom sér upp í annað sæti norsku úrvalsdeildarinnar í dag með 4-1 sigri á Rosenborg.
Liðið á í mikilli samkeppni við Stabæk og Viking um annað sæti deildarinnar en síðarnefndu liðin mætast í lokaleik 24. umferðar á morgun.
Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á varamannabekk Lilleström.
Tromsö og Stromsgodset gerðu 2-2 jafntefli. Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður hjá Tromsö.
Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem tapaði, 2-0, fyrir Odd Grenland á útivelli.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Árni Gautur Arason léku allan leikinn fyrir Vålerenga sem tapaði fyrir Lyn á útivelli, 3-1.
Þá lék Garðar Jóhannsson allan leikinn með Fredrikstad sem vann Sandefjord, 2-0. Guðmundur Pétursson kom inn á hjá Sandefjord í hálfleik.