Fótbolti

Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum

AFP

Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni.

Pistlahöfundur Sport-blaðsins á Spáni segir að Eiður Smári og Puyol hafi verið bestu menn vallarins í gær. "Kannski er Eiður ekki eins slæmur og hann leit út fyrir að vera í fyrra og kannski er vandamálið bara það að hann er miðjumaður en ekki framherji. Hann lék fullkomlega í hlutverki sínu þar í gær. Hann var vinnusamur og fékk tækifæri til að finna félaga sína og skapa sér sjálfur færi þar sem hann var staðsettur fyrir aftan fremstu menn," segir í pistli Batille.

"Eiður líktist þarna leikmanninum sem lék undir stjórn Jose Mourinho hjá Chelsea og það hefur tekið okkur 15 mánuði að fatta að kannski er Eiður ekki framherji heldur einmitt góður miðjumaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×