Körfubolti

Riley losaði sig við Walker

Antoine Walker féll úr náðinni hjá Pat Riley
Antoine Walker féll úr náðinni hjá Pat Riley NordicPhotos/GettyImages

Pat Riley, þjálfari og forseti Miami Heat í NBA, nældi sér í ágætan liðsstyrk í gærkvöld þegar hann losaði sig við framherjann Antoine Walker sem hefur verið til vandræða hjá liðinu síðasta árið.

Walker hefur lent í deilum við þjálfara sinn fyrir að vera ekki í nógu góðu formi og í gær sendi Riley Walker til Minnesota Timberwolves ásamt þeim Wayne Simien og Michael Doleac og fékk í skiptum miðherjann Mark Blount og skorarann Ricky Davis. Minnesota fékk auk þess valrétt í nýðiðavalinu í framtíðinni.

Minnesota er nú að taka mikið til í herbúðum sínum og tekur við Walker þar sem hann átti styttri tíma eftir af samningi sínum en Blount.

Þeir Davis og Blount skoruðu samanlagt hátt í 30 stig að meðaltali hjá Minnesota á síðustu leiktíð og vonir Riley standa til um að þeir geti kryddað sóknarleik liðsins og aukið dýpt - þar sem fyrrum meistararnir hafa verið frekar slappir á síðustu misserum og töpuðu t.d. öllum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×