Viðskipti innlent

Bréf í Straumi lækka í Kauphöllinni

William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans.
William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans.

Gengi bréfa í Straumi hefur lækkað um 2,59 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í morgun. Uppgjörið var nokkru undir væntingum enda  dróst hagnaðurinn talsvert saman á milli ára.

Engu að síður munaði nokkuð á spám greiningardeilda bankanna sem þó gerðu ráð fyrir minni hagnaði nú en í fyrra.  

Gengi bréfa í SPRON lækkaði sömuleiðis í dag, þriðja daginn í röð. Lækkunin í dag nemur 1,71 prósent og er gengið komið niður í 14,35 krónur á hlut. Til viðmiðunar stóð gengið í 18,9 krónum við skráningu á þriðjudag.

Gengi bréfa í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi hefur hækkað á sama tíma en það eru jafnframt einu félögin sem hafa hækkað í dag.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma hækkað um 0,37 prósent og stendur hún í 8.066 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×